Saturday, January 26, 2008

Allt um ekkert


Þá er skólinn komin á fulla ferð aftur eftir jólafrí og allt á fullu í lærdómnum. Ekki mikið búið að gerast hérna í Köben síðan ég kom aftur, eiginlega bara týpiskur janúar sem er lengsti og leiðinlegasti mánuður ársins eða mér finnst það allavegna. Reyndar er veðrið hérna búið að vera ótrulega gott, enginn snjór ekki rigning bara blíða og svona 6-7 sitiga hiti sem er alveg ótrúlega fínt. Dagarnir líða bara einhvernvegin áfram án þess að nokkuð sérstakt gerist. Skólinn verður massífur eins og seinasta önn en núna verður meira af verkefnum og kynningum. Okkur var skipt í hópa og sem betur fer lenti ég í frábærum hóp, allt Danir nema ég nátturlega og þar af tveir sem eru frekar mikið klárir sem er gott mál því prófisorinn í þessu fagi er mjög strangur er sjálfur með doktorsgráðu frá Harvard svo kröfurnar eru ekki litlar hjá honum. Allavegna búin að skila inn einu verkefni og þá er bara að bíða og sjá hvort það falli í kramið.
Annars eyddi ég deginu í dag í bæjarferð, kíkti "aðeins" á útsölur og endað með að koma heim með 6 poka af dóti.... þetta var bara of freistandi :) Alltaf gaman að eyða smá peningum og versla, allavegna reddaði það helginni minni.
Ég er mikið að velta fyrir mér að fara í eitthvað gym, langar að byrja að hreyfa mig aftur. Búin að sjá fullt af áhugaverðum námskeiðum eins og Afró dans og Pilates en er hálf smeyk við að skrá mig þar sem danskan er ekki alveg komin hjá mér. Sé mig alveg í anda í trylltum afró dansi svo ekki í takt við hina og alltaf að gera tómt rugl því ég skil ekki leiðbeiningarnar, frekar neyðalegt, spurning að þora eða skella sér bara í ræktina.
Well farin að horfa á DVD keypti mér 6 myndir í dag svo nóg er af taka að horfa á.

Saturday, January 12, 2008

Komin aftur til Köben

Þá eru jólafríið búið og ég komin heim til Köben eftir Íslandsdvölina. Ég hafði það svo gott í afslöppun hjá mömmu og pabba enda var dekrað við mig. Mér leið eins og ég væri aftur komin á unglingsaldurinn, komin í gamla herbergið mitt og stjanað við mig eins og prinsessu. Reyndar náði ég því miður ekki að hitta alla og gera allt sem ég ætlaði að gera vegna ógeðis flensu sem að ég fékk. Ég náði nú samt einu góðu djammi sem var alveg nauðsynlegt. Djammaði þangað til mér var bókstaflega hent út af staðnum og þá hófst leigubílaleitin mikla, dem hvað ég var búin að gleyma þessu leigubílaveseni í Reykjavík enda rúm 5 ár síðan ég hef þurft að standa í þessu rugli. Leigubíll fannst að lokum og svo litli unglingurinn ég komst heim og læddist um til að vekja ekki foreldrana. Annars voru jólin bara yndisleg og allt of fljót að líða eins og alltaf. Núna er veruleikinn að skella aftur á, skólinn byrjar á mánudaginn og lærdómurinn byrjar á fullu. Geinilegt að það verður meira lært þessa önnina enda nauðsynlegt ef maður ætlar að massa námið, þetta blessaða nám er ekkert grín!! En annars er nú stefnan líka að taka íbúðina mína í gegn, gera hana fullkomna og klára þessi smáatrið sem ég átti eftir að klára þegar ég flutti hingað inn. Það er sem sagt komið í ljós að ég verð áfram í þessari íbúð svo þá er tilvalið að klára það svona í byrjun annar :)