Wednesday, September 26, 2007
Dumb&Dumber
Um helgina fjárfesti ég í þessu glæsilega hjól. Þetta er engin smá græja og alveg bráðnauðsynleg hérna í Köben. Ég ákvað að kaupa mér flott og gott hjól enda lætur maður nú ekki sjá sig á einhverri druslu :p Ég ákvað að nota peningana sem ég fékk fyrir að selja bílinn minn í hjólakaupin og það fyndna var að ég nánast skipti á sléttu, þetta var svona eins og atriðið í Dumb&Dumber þegar þeir skiptu á sléttu á sendiferðabílnum og mótorhjólinu alveg geggjað sáttir. En bílinn minn var nú orðin gamall greyjið svo það er engin skömm að því að skipta á sléttu þegar maður kaupir sér flottast hjólið sem maður sér og svona hjól eru svo sannarlega ekki ódýr. Allavegna var farið í hjólatúr á sunnudaginn og "#%"$ hver sem hélt því fram að maður gleymi því aldrei hvernig á að hjóla hefur RANGT fyrir sér!! Ég er í mesta basli að stjórna nýja fáknum, og hvað þá að halda jafnvægi *roðn* Reyndar eru svona 20 ár eða eitthvað síðan ég hjólaði seinast og það er töluvert öðruvísi að hjóla á svona háu gamaldags hjóli en það var bara of töff til að ég léti þetta stoppa mig. Þannig að næstu daga verða farnir æfingatúrar á nýja hjólinu, Danmörk er ekki alveg landið til að vera lélegur að hjóla og ég er nú ekki alveg að fíla það að vera völt á hjólinu mínu hérna þar sem allir hjóla daginn út og inn en ég hlýt að vera fljót að ná þessu hehe get ekki verið það mikill auli eða hvað..
En meira af Sódómu (Amager), í gær var framið morð hérna í hverfinu mínu ekkert svo langt frá mér. Alveg hræðilegt, það var strákur sem drap fyrverandi kærustuna sína. Hann gekk upp að henni um hábjartan dag úti á götu og skar hana á háls, hún dó fljótlega og nátturlega fullt fullt af vitnum sem þurftu að horfa uppá þetta. Veit ekki alveg hvað er að gerast hérna í Danmörku, ótrúlega mikið af alls konar óhugnalegum atburðum að gerast hérna, morð, skotárásir, hryðjuverkaárásir yfirvofandi o.s.frv.
Fyndna saga dagsins er frá hóruhúsinu mínu. Ég var að trítla heim eftir langan lærudag í dag svona rétt um kvöldmatarleytið. Mæti ég einum "viðsikiptavinum" að koma út. Ég nátturlega hálfpartinn snéri mér úr hálslið til að bera gaurinn augum, meina hver fer á hóruhús :s Allavegna út kom frekar venjulegur gaur sæll á svipinn og hann var með fartölvutösku með sér. Ég var nátturlega ekki lengi að búa til sögu í kringum þetta og sá það alveg fyrir mér að hann hefði droppa þarna við eftir vinnu til að hmm slaka á... og væri svo á leiðinni heim til konunar í kvöldmatinn hehe góð saga allavegna. Mér finnst bara svo ótrúlegt að karlmenn nýti sér svona þjónstu bara eiginlega á ekki orð....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Að "normal" karlmenn, jafnvel giftir, séu að fara á hóruhús er eitthvað sem manni finnst bara eiga heima í bíómyndum. Þetta er svona álíka eins og maður fengi sér í alvörunni aukavinnu á strippbúllu. Ansi langsótt. En fólk kemur manni sífellt á óvart. Best að vera bara við öllu búinn.
En geðveikt hjólið þitt. Þú átt eftir að komast fljótt í æfingu.
Kv. Tóta
Post a Comment