Tuesday, September 4, 2007
Köben
Sæta húsið mitt, íbúðin mín er á efstu hæðinni.
Þá er ég loksins komin í samband við umheiminn og orðin nettengd. Núna er ég búin að vera í Köben í 3 vikur og mikið búið að gerast.
Fyrsta vikan fór að mestu í að redda ýmsum hlutum eins og að skrá sig í landið, fá danska kennitölu, redda bankareikning o.s.frv. Síðan fékk ég sætu sætu íbúðina mína afhenta og hún er fullkomin fyrir utan oggu ponsu lítið baðherbergi, það minnsta sem sögur fara af held ég, tja nema hér í danaveldi þykir þetta fín stærð á baðherbergi. Danirnir vilja af einhverjum ástæðum hafa baðherbergin þannig að maður geti verið á klósettinu og sturtað sig samtímis og það er svo sannarlega hægt á mínu baðherbergi. Næst á dagskrá voru flutningar og að sjálfsögðu stór IKEA ferð þar sem verslað var það sem uppá vantaði til að gera íbúðina Möggulega :) Mamma og Óðinn mættu til Köben til að hjálpa til enda ekkert grín að bera heila búslóð upp á 5. hæð og men hvað ég var fegin þegar það púl var búið. Liggur við að ég kaupi íbúðina á yfirverði til að sleppa við að flytja aftur. Síðan tók við frívika með foreldrunum hérna í Köben, margt skoðað og borðað úti 3 rétta máltíð á hverju kvöldi svona smá glamúr áður en að fátæki námsmanna lífsstíllinn tekur við.
Kynningavikan í skólanum var verulega öflug, mætt á upprifjunarnámskeið kl 9 á morgnana, ýmsar kynningar eftir hádegi og svo út að borða og djamm um kvöldið var prógrammið í heila viku. Ég lét ekki mitt eftir liggja í bjórþambinu frekar en ég er þekkt fyrir enda var oft afar erfitt að vakna á morgnana til að mæta í tölfræði af öllum fögum :p
En nú er alvaran tekin við og skólinn byrjaði á fullu í dag svo það er eins gott að standa sig, minnka bjórþambið og fara gera eitthvað af viti. Líst mjög vel á skólann og námskeiðin sem að ég er að fara í svo að þetta verður bara gaman vona ég.
Venlig Hilsen
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ohhh þetta er svo gaman... Ég er ekkert viss um að bjórþambið eigi eftir að minnka hjá þér. Hugsa sér við erum báðar að fara til landa þar sem bjórþamb er vinsælt. Tilviljun eða.... Ég held ekki. Annars er ég orðin pínu tense núna. 3 dagar eftir. Er samt meira spennt en stressuð.
Cheers Tóta
Thad er alveg ljost ad eg mun ekki senda ther mynd af minni ibud. Thu myndir fa taugaafall.
Var ad blogga. Check it out.
Kv. Thorhildur
Post a Comment