O mæ god ég er ekki að trúa því að ég hafi ekki bloggað í 20 daga, tíminn líður svo hratt hérna að ég næ ekki að fylgjast með. Annars er svo sem ekkert merkilegt að gerast hérna í Köben, lífið gengur bara sinn vanagang hérna. Foreldrar mínir voru í heimsókn allt vetrarfríi mitt og var ýmislegt gert, eins og farið á menningarnótt hér í Köben, farið í Halloween tívolíið og nátturlega Strikið arkað fram og aftur, svo var nátturlega farið miljón sinnum út að borða og haft gaman. Núna er alvaran heldur betur tekin við og lærdómur flesta daga enda styttist óðum í prófin. Ég á eftir að lesa svo mikið upp að ég sé fram á að þurfa kúrast yfir bókunum fram að prófum. En nátturlega með pásum :) maður má nú ekki lesa yfir sig.. reyndar tel ég mig ekki vera í áhættuhóp í því en hver veit!! hehe
Annars nóg skemmtilegt framundan hér í Köben og verður þvílíkar annir í nóvember að hafa það gaman.. ha lærdómur.. hmm hann verður bara að bíða aðeins.. Þann 2. nóv verður jólasnjórinn (jólabjór Dana) frumsmakkaður þ.e byrjað verður að selja hann kl 20:59 og það er nátturlega efni í hátíðarhöld hér í Köben. Þetta er víst mikið djammkvöld og Jóla Tuborglest keyrir niður Strikið með viðhöfn og stemming á öllum börum og kaffihúsum. Nú svo eru Arcade fire tónleikar 7. nóvember, afmælið mitt þann 9. nóv, Foreldrarnir mætta til Köben að kanna jólastemminguna og jólatívolíið 14. nóv. og nú svo er Jólahlaðborð með deildinni minni í skólanum 16. nóv. og loks tónleikar með Saybia 24 nóv. Já alveg rétt svo byrja lokaprófin þarna 26. nóvember hehe en hver hefur áhyggjur af þeim... men veit ekki alveg hvernig ég ætla gera þetta allt en þetta tekst einhvernvegin :) Reyndar er fyrsta prófið ógeð, prófið tekur 4 daga og það er í Econometrics o mæ o mæ ég má ekki hugsa um þetta..
jæja ætla fara lesa um fákeppni fyrir svefninn, svona aðeins að reyna róa samviksuna :)
Sunday, October 28, 2007
Monday, October 8, 2007
Listræn helgi
Frábær helgi búin, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt hérna. Eiginlega bara mánudagur, föstudagur og svo helgi og þetta líður allt á ógnarhraða.
Ætlunarverkið mitt að hafa þetta áfengislausahelgi mistókst allsvakalega hemm held ég verð að fara gera eitthvað í þessu. Á föstudaginn var hátíð í skólanum svo í hádegishléinu fór allt að flæða í bjór. Við erum í tíma seinnipartinn og voru nokkrir það kræfir að koma bara með bjór í tíma og hafa það huggulegt. Mjög spes, sé þetta í anda hafa gerst í HR það hefði sko orðið uppnám í öllum skólanum ef einhver hefði vogað sér þetta en hér er þetta bara hluti af stemmingunni sem er bara gott mál. Allavegna eftir tíma var farið og fengið sér einn bjór svona til að halda uppá vikulok og bara sitja útí góða veðrinu.
Á laugardaginn skellti ég mér svo á safn sem er töluvert fyrir utan Köben. Þetta er safn sem er í gömlu hefðarsetri og svo er búið að byggja við húsið mjög nýstárlegt hús eftir arkitektin Zahda Hadid hehe ef einhver þekkir verkin hennar. Mjög töff að sjá svona gamla byggingu tengjast svona rosalega nýstárlegri byggingu. Listasýningin var frábær og þegar henni var lokað lögðum við af stað heim. Stoppuðum þó á leiðinn og skoðum hús og leikhús sem voru hönnuð af Arne Jacobesen, geggjuð hús vægast sagt og útsýnið ótrúlegt út á sjóinn og yfir til Svíþjóðar. Þetta er líka eitt dýrasta hverfið hérna í Köben fermetraverðið í kringum 1 milljón takk fyrir. Við enduðum á að borða þarna á veitingastað sem heitir Jacobsen og er allt innréttað eftir Arne, allt frá hnífapörum, Sjöunni og Oxford stólunum. Rosalega flottur staður og dýr eftir því en maður lætur það nú ekki stoppa sig, enda mjög gaman að borða á svona flottum stað. Eftir matinn kíkti ég til Kristínar þar sem var kjaftað fram eftir nóttu yfir hvítvíni og góðri tónlist, mjög kósý og gaman.
Ég er að drukkna sem aldrei fyrr í skólanum bara er ekki að ná að halda í við kennarana, enda svo sem svoldið mér að kenna þar sem ég er nú að bralla ýmislegt annað en að læra en núna verð ég að taka mig verulega á. Það er eins og tíminn hérna hlaupi bara á undan mér, skil ekki hvernig tími getur verið svona fljótur að líða. Nóg að gera fram undan sem sagt og ekki bara í lærdómnum frekar en vanalega. Mamma og Óðinn væntaleg í heimsókn, menningarnótt í Köben næsta föstudag, tónleikar með Saybia, tónleikar með Arcate fire, jólahlaðborð með skólanum og svo margt fleira.
Var að henda inn myndum og fleiri væntanlegar á næstunni.
Og já að síðust smá fréttir af the ho-house! það er bara verið að endurinnrétta staðinn, mætti herra pimp einn morguninn með fullt fangið af eldrauðu sléttflaueli.. sexy or what og svo er búin að uppfæra öryggisbúnaði og komin risa myndavél fyrir utan hurðina svo núna þarf ég að brosa og vera sæt þegar ég labba fram hjá því það er alltaf verið að mynda mig...
Ætlunarverkið mitt að hafa þetta áfengislausahelgi mistókst allsvakalega hemm held ég verð að fara gera eitthvað í þessu. Á föstudaginn var hátíð í skólanum svo í hádegishléinu fór allt að flæða í bjór. Við erum í tíma seinnipartinn og voru nokkrir það kræfir að koma bara með bjór í tíma og hafa það huggulegt. Mjög spes, sé þetta í anda hafa gerst í HR það hefði sko orðið uppnám í öllum skólanum ef einhver hefði vogað sér þetta en hér er þetta bara hluti af stemmingunni sem er bara gott mál. Allavegna eftir tíma var farið og fengið sér einn bjór svona til að halda uppá vikulok og bara sitja útí góða veðrinu.
Á laugardaginn skellti ég mér svo á safn sem er töluvert fyrir utan Köben. Þetta er safn sem er í gömlu hefðarsetri og svo er búið að byggja við húsið mjög nýstárlegt hús eftir arkitektin Zahda Hadid hehe ef einhver þekkir verkin hennar. Mjög töff að sjá svona gamla byggingu tengjast svona rosalega nýstárlegri byggingu. Listasýningin var frábær og þegar henni var lokað lögðum við af stað heim. Stoppuðum þó á leiðinn og skoðum hús og leikhús sem voru hönnuð af Arne Jacobesen, geggjuð hús vægast sagt og útsýnið ótrúlegt út á sjóinn og yfir til Svíþjóðar. Þetta er líka eitt dýrasta hverfið hérna í Köben fermetraverðið í kringum 1 milljón takk fyrir. Við enduðum á að borða þarna á veitingastað sem heitir Jacobsen og er allt innréttað eftir Arne, allt frá hnífapörum, Sjöunni og Oxford stólunum. Rosalega flottur staður og dýr eftir því en maður lætur það nú ekki stoppa sig, enda mjög gaman að borða á svona flottum stað. Eftir matinn kíkti ég til Kristínar þar sem var kjaftað fram eftir nóttu yfir hvítvíni og góðri tónlist, mjög kósý og gaman.
Ég er að drukkna sem aldrei fyrr í skólanum bara er ekki að ná að halda í við kennarana, enda svo sem svoldið mér að kenna þar sem ég er nú að bralla ýmislegt annað en að læra en núna verð ég að taka mig verulega á. Það er eins og tíminn hérna hlaupi bara á undan mér, skil ekki hvernig tími getur verið svona fljótur að líða. Nóg að gera fram undan sem sagt og ekki bara í lærdómnum frekar en vanalega. Mamma og Óðinn væntaleg í heimsókn, menningarnótt í Köben næsta föstudag, tónleikar með Saybia, tónleikar með Arcate fire, jólahlaðborð með skólanum og svo margt fleira.
Var að henda inn myndum og fleiri væntanlegar á næstunni.
Og já að síðust smá fréttir af the ho-house! það er bara verið að endurinnrétta staðinn, mætti herra pimp einn morguninn með fullt fangið af eldrauðu sléttflaueli.. sexy or what og svo er búin að uppfæra öryggisbúnaði og komin risa myndavél fyrir utan hurðina svo núna þarf ég að brosa og vera sæt þegar ég labba fram hjá því það er alltaf verið að mynda mig...
Thursday, October 4, 2007
Party helgin mikla
Þá er þessi rosalega helgi liðin og ég komin á ról. Helgin byrjaði reyndar nokkuð sakleysislega, lærði allan föstudaginn og eyddi svo föstudagskvöldinu í barnfóstruleik. Hafði ekki passað í mörg herrans ár en fór létt með þetta. Ekki það að ég sé orðin snillingur á börn, heldur var ég að passa Lexa litla sem er reyndar ekkert lítill lengur alveg orðinn 8 ára. Þannig að það eina sem ég þurfti að gera var að horfa á Pirates of the Caribbean og segja honum að fara sofa þegar klukkan var orðin háttatími. Rúllaði þessu upp enda var hann eins og lítill engill.
Svo kom að laugardeginum og þá fór nú skaleysið allverulega út um þúfur. Ég hafði ákveðið að halda smá partý heima hjá mér fyrir íslendingana í bekknum svona aðeins að kynnast þar sem við höfum ekki verið mikið saman. Við Kristín elduðum smá mat og gerðu kósý fyrir partýið. Nú þetta heppnaðist svona svakalega vel, allir í þrusustuði og þvílík stemming í hópnum. Um 1 leytið var farið að blanda kokteil kvöldsins sem var Strawberry daiquiri og var fólk orðið verulega hresst á þessum tímapunkti og þar á meðal koktelblandararnir :s Þarf kannski ekki að hafa mörg orð um það hvernig koktelblöndunin fór, en eins og strákarnir orðuðu það "þetta var eins og besnsínsýra" Nú við létum það ekki stoppa okkur og blönduðum annan umgang við mikla lukku. Svo um 2 var þarmmað niður í bæ þar sem fæstir eru til frásagnar um það sem gerðist þar. Ég og Kristín lentum reyndar í smá riskingum við einn dyravörðinn en við náðum að forða okkur áður en að nokkur meiddist alvarlega og myndavélin mín slapp óbrotin þrátt fyrir að hafa lent í höndunu á fíflinu sem öskraði eins og Tarsan á okkur " I´m gona smach your camera". Eftir allan hasarinn kíktum við á einhvern stað og að lokum týndi ég öllum svo ég stóð ein uppi og hafði ekki hugmynd hvar í veröldinni ég var stödd, náði leigubíl og hoppaði heim. Það reyndar virðist ekki vera hægt að taka leigubíla hérna óhultur, eitthvað sem ég er búin að læra núna. Þegar heim var komið bað leigubílstjórin mig um að knúsa sig!! nei ég var nú ekki á því þrátt fyrir að ástandið hafi ekki verið gott þá var það ekki í myndinni, nú þá bað hann mig um að kyssa sig.... öhhh nei...... fyrst það gekk ekki þá vildi hann endilega fá símanúmerið mitt svo hann gæti kysst mig daginn eftir. Ég muldraði að ég væri ekki með síma og stökk úr bílnum og var þeirri stund fegnust þegar ég komst inn um dyrnar heima en leigubílstjórinn sat eftir knús og kossalaus. Það merkilega við þetta er að ég hef aðeins tvisvar sinnum tekið leigubíl hérna ein eftir djamm ( annars bara tekið metró) og í bæði skiptin hafa þeir reynt að fá símanúmerið mitt, finnst þetta ekki alveg eðlilegt verð ég að segja, hér eftir verður bara metró á nóttinni. Sunnudagurinn var hell og aftur hell og það sem verra var þá var mánudagurinn líka hell !! Greinilegt að aldurinn er að færast yfir mig og tveggja daga þynnka eitthvað sem maður má búast við þegar tekið er svona vel á því. En partýið var vel heppnað og allir skemmtu sér konunglega og gott betur en það því sunnudagurinn var erfiður hjá öllum hópnum. Og eitt er víst að Strawberry daiquiri drekk ég ekki aftur í bráð. Annars bara róleg vika og næsta helgi verður tekin í rólegheitum og lært, ekkert áfengi og ekkert bull takk fyrir.
Annars frétt dagsins er nátturlega að Jóakim prins er búin að trúlofast henni Marie og brúðkaup væntanlegt í vor. Danir eru alveg óðir í kóngafólkið sitt og það var ekki um annað fjallað í fréttunum hérna í kvöld. Sem sagt ég sit eftir með sárt ennið og prinnsessudraumarnir mínir eru að renna út í sandinn þar sem Jóakim átti að verða minn!
Subscribe to:
Posts (Atom)