Sunday, October 28, 2007

Timinn flygur

O mæ god ég er ekki að trúa því að ég hafi ekki bloggað í 20 daga, tíminn líður svo hratt hérna að ég næ ekki að fylgjast með. Annars er svo sem ekkert merkilegt að gerast hérna í Köben, lífið gengur bara sinn vanagang hérna. Foreldrar mínir voru í heimsókn allt vetrarfríi mitt og var ýmislegt gert, eins og farið á menningarnótt hér í Köben, farið í Halloween tívolíið og nátturlega Strikið arkað fram og aftur, svo var nátturlega farið miljón sinnum út að borða og haft gaman. Núna er alvaran heldur betur tekin við og lærdómur flesta daga enda styttist óðum í prófin. Ég á eftir að lesa svo mikið upp að ég sé fram á að þurfa kúrast yfir bókunum fram að prófum. En nátturlega með pásum :) maður má nú ekki lesa yfir sig.. reyndar tel ég mig ekki vera í áhættuhóp í því en hver veit!! hehe
Annars nóg skemmtilegt framundan hér í Köben og verður þvílíkar annir í nóvember að hafa það gaman.. ha lærdómur.. hmm hann verður bara að bíða aðeins.. Þann 2. nóv verður jólasnjórinn (jólabjór Dana) frumsmakkaður þ.e byrjað verður að selja hann kl 20:59 og það er nátturlega efni í hátíðarhöld hér í Köben. Þetta er víst mikið djammkvöld og Jóla Tuborglest keyrir niður Strikið með viðhöfn og stemming á öllum börum og kaffihúsum. Nú svo eru Arcade fire tónleikar 7. nóvember, afmælið mitt þann 9. nóv, Foreldrarnir mætta til Köben að kanna jólastemminguna og jólatívolíið 14. nóv. og nú svo er Jólahlaðborð með deildinni minni í skólanum 16. nóv. og loks tónleikar með Saybia 24 nóv. Já alveg rétt svo byrja lokaprófin þarna 26. nóvember hehe en hver hefur áhyggjur af þeim... men veit ekki alveg hvernig ég ætla gera þetta allt en þetta tekst einhvernvegin :) Reyndar er fyrsta prófið ógeð, prófið tekur 4 daga og það er í Econometrics o mæ o mæ ég má ekki hugsa um þetta..

jæja ætla fara lesa um fákeppni fyrir svefninn, svona aðeins að reyna róa samviksuna :)

No comments: