Wednesday, August 8, 2007
Seinasti vinnudagurinn
Well þá er seinasti vinnudagurinn minn búinn. Svo ótrúlega skrýtið að vera hætt að vinna og ætla alfarið að einbeita sér að skólanum, en um leið varð allt svo raunverulegt það sem er framundan. Kvaddi alla í Glitni og það var haldið lítið kveðjuhóf fyrir okkur sem vorum að hætta þar sem ég fékk ótrúlega fallega kveðjugjöf. Þessi tími hjá Glitni er búinn að vera svo ótrúlega lærdómsríkur og hef ég kynnst fullt af frábæru fólki, en það er kominn tími til að halda áfram og Köben bíður.
Verslunarmannahelgi hjá mér í ár var mjög frábrugðin flestum öðrum, í staðin fyrir að veltast um í brekkunum í eyjum með Þórhildi vinkonu syngjandi með Árna Johnsen eins og við höfum oftast gert síðan við vorum "litlar" þá fór þessi helgi í flutninga. Norðurstígurinn var tæmdur svo ég er official flutt í gamla herbergið mitt hjá mömmu og pabba þangað til ég flyt til Köben. Tíminn líður ótrúlega og núna er bara tæp vika í að ég fer út, stressið, kvíðinn og spenningurinn er farinn að segja til sín en vonandi gengur þetta allt vel og verða skemmtileg 2 ár. Búslóðin komin í skip og íbúðin mín á Amager er ready og looking great er mér sagt ;) ekki hægt annað en að vera ánægð með það og hvað allt hefur gengið vel.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég er svo spennt fyrir þína hönd.
Hlakka bara til. Ekki að losna við þig sko.... heldur bara að heyra hvernig þetta verður hjá þér. Ég veit að þetta verður æðislegt og mikil lífsreynsla.
Þórhildur
Þú ert nú ekki virkasti bloggari sem ég hef kynnst. Eins gott að þú ert með Skype.
Skoska pæjan
Post a Comment