Saturday, September 15, 2007
Bootylicious
Núna er mánuður liðinn síðan ég flutti hingað til Köben. Allt svona að komast í rútínu, íbúðinn orðin nokkuð ready og maður farinn að þekkja sitt nánasta umhverfi, rata í skólanum, þekkja inná metróið og svona aðeins farin að venjast þessu öllu saman.
Hingað til hefur allt gengið mjög vel og ekki verið nokkur tími til að láta sér leiðast eða fá heimþrá sem betur fer.
Lífstíllinn hérna í Danmörku er nokkuð frábrugðin því sem gerist heima, allir eru svo ótrúlega healthy að það nær engri átt. Ég ætla ekki að reyna telja tröppurnar sem ég þarf að þramma upp og niður á hverjum einasta degi hérna. Það eru tröppur allstaðara, fyrir það fyrsta á ég heima á 5 hæð sem gera c.a 60 tröppur (Ok, ég var ekki svo geggjuð að telja þær.. fékk þessar upplýsingar frá öðrum) nú svo nátturlega tröppur í og úr metróinu og svo vill svo skemmtilega til að kennslustofurnar mínar eru flestar á 3 hæð í skólanum, og nátturlega engar lyftur ( held að það taki enginn lyftur í þessu landi). Svo ef ég er í tíma þá þarf ég að skokka upp á 3 hæð, svo í hléinu langar manni kannski í einn kaffibolla eða vatn þá þarf maður að skokka niður á fyrstu hæð skokka uppá 2 hæð annarstaðar í húsinu til að komast uppí kaffistofuna og svo niður aftur og aftur uppá 3 hæð. Eina sem ég hugsa í öllu þessu tröppuhlaupi er Stinnur rass, Stinnur rass, Stinnur rass...... Nú til að innsigla ennfrekar að ég verði Bootylicious þegar ég kem heim um jólin þá ætla ég að fara fjárfesta mér í hjóli. Annað sem mér finnst merkilegt hérna í Danmörku og það er gulrótaátið á Dönunum, hef aldrei á ævinni séð fólk vera jafn sólgið í gullrætur hvar og hvenar sem er. Við erum að tala um það að þeir skræla gullrætur heima til að taka með í nesti og svo er verið að naga þetta í fyrirlestrum, í metró og meira að segja á hjólunum alveg magnað, mætti halda að þeir væru allir á danska kúrnum :p
Annað sem er nokkur furðulegt hérna er þjónustan sem maður fær, ég vissi nú reyndar alveg að það tæki allt lengri tíma en ég get svo svarið það Danir í þjónustustörfum eru ekki mjög ligeglad. Svona án gríns þá tók það mig 3 vikur að fá aðgang að netbanka. Þegar ég bað um Swift og IBAN af danska reikningnum mínum var ekki hægt að gefa mér það upp því að spjöldin sem eru notuð til að skrifa númerin á fundust ekki! Þjónustufulltrúinn var ekki að halda kúlinu yfir því að þurfa að finna út úr þessu á annan hátt þrátt fyrir að ég sagði henni að ég gæti ekki byrjað að nota reikninginn minni fyrr en ég hefði númerin. Ég var send heim og átti að koma aftur viku seinna og athuga hvort ég gæti fengið þessar upplýsingar þá !!!! Ef ég hefði veit þessa þjónustu heima þá efast ég um að ég hefði fengið launin mín fyrir þann mánuð... Nú svo er þjónustan í skólanum mínum alveg einstök, það er bara hreytt í mann af hverju í veröldinn maður sé að spyrja um þetta og sendur fram og til baka til að fá svör við einföldustu spurningum. En ég hef reyndar bara ótrúlega lúmskt gaman af fáranleikanum í þessu, enda er ég jú hér til að kynnast öðrum siðum og hvernig þetta gengur fyrir sig í öðru landi. Maður allavegan sér það betur núna hvað þjónusta heima er ótrúlega góði í flestum tilfellum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
En fyndið. Því ekki er þjónustan heima þekkt fyrir að vera neitt sérstök. Svakaleg þessi mynd sem þú settir. Mig langar í þennan rass takk. En ég kannast við þetta sem þú talaðir um. Ég labba rosalega mikið núna og það er soldið um brekkur og tröppur svo kannski verðum við báðar bootylicious næst þegar við hittumst.
Kv. Þórhildur
Post a Comment