Mest lítið að frétta héðan frá Köben, lífið bara gengur sinn vanagang. Helgin var róleg, fór í Sirkus á föstudaginn mjög gaman þangað til ég fékk heiftarlegt ofnæmi sem kostaði mig veikindi það sem eftir var helgarinnar :( alveg óþolandi þetta ofnæmi alltaf hreint.
Vikan er að mestu búin að fara í lærdóm og aftur lærdóm, ótrúlegt en satt þá er ég alveg að ná kennurunum í námsefninu. Eins gott að tapa þessu ekki niður aftur, úfff þvílík hraðferð sem er í gangi hjá þessum kennurum. En já svo byrjaði ég á dönskunámskeiði í gær, aulinn ég er alveg lost í þessu tungumáli sem er mjög skammarlegt eftir að hafa lært dönsku til fjölda ára :( Mér til mikillar gleði þá var ca. 50% af nemendunum á námskeiðinu íslendingar sem sýnir að það eiga fleiri við þetta vandamál að stríða. Allir geta lesið dönsku en eiga í mestu erfileikum að skilja talaðmál og að tala. Reyndar var þetta soldið skondið allt, kennarinn talaði bara dönsku í tímanum en mjög skýrt og þá jókst nú alveg sjálfstraustið þegar maður skildi heilan helling. Síðan vorum við öll látin kynna okkur á dönsku og men það var einn Frakki þarna og ég vildi óska þess að ég gæti lýst því hvernig frakki talar dönsku... haha þvílík blanda af framburði. Nú svo kom í ljós að við íslendingarnir voru á mun hærra stigi en hinir í hópnum og því var ákveðið að stofna sérstakan íslendingahóp á erfiðara stig og það byrjar í næstu viku. Ég persónulega hefði nú frekar kosið að vera í blönduðum hóp en því miður er engin á þessum námskeiðum komin svona "langt" í dönsku eins og nemendur frá Íslandi. Sjáum hvernig þetta gengur. Ég er mikið búin að vera hugsa hvort að ég eigi að koma heim í vetrarfríinu mínu, er eiginlega búin að taka ákvörðun að gera það ekki. Finnst ég svo nýkomin að það verður bara gaman að eiga smá frí hérna í Köben og gera eitthvað skemmtilegt, þar fyrir utan verður alveg þörf á því að læra í þessu fríi.
Well Kristín komin og við erum að fara reyna koma data inní SAS fyrir dæmatímann í Econometrics á morgun, Ekki spyrja :s
Wednesday, September 19, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment