Thursday, September 20, 2007

Pimp and Ho


Vá hvað seinasta færsla var boring. Ég ætla bæta það upp núna með krassandi sögu og hvað er meira krassandi en alvöru hórur og pimp :)
Það fer ekki fram hjá manni að Kaupmannahöfn er stórborg með öllu góðu og slæmu sem því fylgir. Í fína sæta húsinu mínu vill svo "skemmtilega" til að það er hóruhús í kjallaranum.... jebbb ekkert spaug hér á ferð. Ég er nú alveg búin að vera í smá afneitun með þetta, en núna er ég búin að sjá bæði pimp, ho og viðskiptavini fara þarna inn. Sko pimpinn var eins og steríótýpa af pimpum, við erum að tala um sterabolta sem var með ca. fimm gullkeðjur um hálsinn, gullhringi á öllum fingrum og án gríns huge gull eyrnalokka í báðum eyrum. Allavegna þá er þetta ekkert sem angrar mig, þetta er í kjallarnum og það er sér inngangur sem þau hafa, það er búið að negla fyrir alla glugga og svona öryggismyndavél fyrir framan hurðina. Það sem mér finnst eiginlega merkilegast við þetta er að það er enginn að skipta sér af þessu. Í húsinu sem ég bý eru allt danir á öllum aldri t.d er eldri kona sem býr við hliðina á mér. Þetta er bara venjulegt hverfi, lítið af innflytjendum og mest megnis venjulegt danskt fjölskyldufólk sem er hérna í kringum mig. Samt sem áður hefur þetta viðgengist í einhvern tíma, reyndar er ekkert ónæði sem fylgir þessari tja starfsemi og kannski er ekkert hægt að gera ég bara þekki það ekki. Danir sem ég hef sagt frá þessu eru nú ekki að kippa sér upp við þetta og bjóðast flestir til að koma í heimsókn til "mín" ( allt karlmenn bæ ðe vei) hehe. Allavegna ef ég eyði of miklu í H&M þá veit ég hvert ég get farið og redda mér velborgaðir aukavinnu :p

Hilsen frá Sódómu

1 comment:

Anonymous said...

Jiiii en fyndid. Og mer finnst brilliant ad folk er ekkert ad kippa ser upp vid thetta. Thad vaeri nu eitthvad sagt ef thetta gerdist a Islandi. Ef eg vaeri ekki ad stressast yfir skolanum myndi eg vilja fa mer aukavinnu. Thu kannski laetur mig fa numerid hja pimpinum.
Kv. Thorhildur