Frábær helgi búin, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt hérna. Eiginlega bara mánudagur, föstudagur og svo helgi og þetta líður allt á ógnarhraða.
Ætlunarverkið mitt að hafa þetta áfengislausahelgi mistókst allsvakalega hemm held ég verð að fara gera eitthvað í þessu. Á föstudaginn var hátíð í skólanum svo í hádegishléinu fór allt að flæða í bjór. Við erum í tíma seinnipartinn og voru nokkrir það kræfir að koma bara með bjór í tíma og hafa það huggulegt. Mjög spes, sé þetta í anda hafa gerst í HR það hefði sko orðið uppnám í öllum skólanum ef einhver hefði vogað sér þetta en hér er þetta bara hluti af stemmingunni sem er bara gott mál. Allavegna eftir tíma var farið og fengið sér einn bjór svona til að halda uppá vikulok og bara sitja útí góða veðrinu.
Á laugardaginn skellti ég mér svo á safn sem er töluvert fyrir utan Köben. Þetta er safn sem er í gömlu hefðarsetri og svo er búið að byggja við húsið mjög nýstárlegt hús eftir arkitektin Zahda Hadid hehe ef einhver þekkir verkin hennar. Mjög töff að sjá svona gamla byggingu tengjast svona rosalega nýstárlegri byggingu. Listasýningin var frábær og þegar henni var lokað lögðum við af stað heim. Stoppuðum þó á leiðinn og skoðum hús og leikhús sem voru hönnuð af Arne Jacobesen, geggjuð hús vægast sagt og útsýnið ótrúlegt út á sjóinn og yfir til Svíþjóðar. Þetta er líka eitt dýrasta hverfið hérna í Köben fermetraverðið í kringum 1 milljón takk fyrir. Við enduðum á að borða þarna á veitingastað sem heitir Jacobsen og er allt innréttað eftir Arne, allt frá hnífapörum, Sjöunni og Oxford stólunum. Rosalega flottur staður og dýr eftir því en maður lætur það nú ekki stoppa sig, enda mjög gaman að borða á svona flottum stað. Eftir matinn kíkti ég til Kristínar þar sem var kjaftað fram eftir nóttu yfir hvítvíni og góðri tónlist, mjög kósý og gaman.
Ég er að drukkna sem aldrei fyrr í skólanum bara er ekki að ná að halda í við kennarana, enda svo sem svoldið mér að kenna þar sem ég er nú að bralla ýmislegt annað en að læra en núna verð ég að taka mig verulega á. Það er eins og tíminn hérna hlaupi bara á undan mér, skil ekki hvernig tími getur verið svona fljótur að líða. Nóg að gera fram undan sem sagt og ekki bara í lærdómnum frekar en vanalega. Mamma og Óðinn væntaleg í heimsókn, menningarnótt í Köben næsta föstudag, tónleikar með Saybia, tónleikar með Arcate fire, jólahlaðborð með skólanum og svo margt fleira.
Var að henda inn myndum og fleiri væntanlegar á næstunni.
Og já að síðust smá fréttir af the ho-house! það er bara verið að endurinnrétta staðinn, mætti herra pimp einn morguninn með fullt fangið af eldrauðu sléttflaueli.. sexy or what og svo er búin að uppfæra öryggisbúnaði og komin risa myndavél fyrir utan hurðina svo núna þarf ég að brosa og vera sæt þegar ég labba fram hjá því það er alltaf verið að mynda mig...
Monday, October 8, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Goda skemmtun a menningarnott. Maladu baeinn raudan :)
Kv. Hin skoska
Post a Comment