Sunday, December 9, 2007
Dansandi Danir
Eitt af svo mörgu sem er framandi hérna í Danmörku er hverstu dansglaðir Danirnir eru. Hvert sem maður fer eða svona nánast :p sér maður dansandi fólk. Oftar en einu sinni hef ég séð stelpur vera dansa þegar þær máta skó svona án gríns í geggjaðir sveiflu í skónnum um að gera að prufa hverngi skórnir virka á dansgólfinu. Eins hef ég séð Danina dansandi í metró, strætó og bara úti á götu. Þetta er eitthvað sem maður mundi ekki sjá heima þar sem allir þurfa að drekka að minnsta kosti 5 bjóra til að komast í dansgírinn. Ég er nú ekki alveg komin í þennan dansgír og einhvernvegin efast ég um að það gerist.
Annað sem ég er ekki að ná hérna í Danmörku er endalaus þolinmæði að bíða í röð!! Úfff hvað ég væri til í brot af þessari þolinmæði, ég veit ekki hvað ég hef oft gengið út úr matvöruverlsun, banka og take away stöðum hérna því ég meika ekki raðirnar. Hérna er enginn að flýta sér við afgreiðslustörf það bara þekkist ekki meira að segja á MacDonalds er afgreiðslan hæg!! Reyndar hef ég mjög gaman að þessu en stundum fær maður nóg. Til dæmist þegar ég fór í bankann til að borga einn reikning, það voru 20 á undan mér og bara tveir gjaldkerar að afgreiða og þeim datt sko ekki í hug að flýta sér þrátt fyrir röðina, bara gerðu þetta í rólegheitum og spjölluðu við viðskiptavinina. Þarf varla að taka það fram að íslendingurinn í mér tók völdin og ég gekk út annað en danirnir sem stóðu pollrólegir og biðu eftir afgreiðslu. Vonandi næ ég einhvertíman þessari sálarró og get beðið tímunum saman í biðröð án þess að blikna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment