Þá er ég hálfnuð í prófunum sem er gott mál. Reyndar gekk global prófið ekki vel, prófið var svínslegt og spurningarnar ruglingslegar, svo komu nokkrar stærðfræðiútleiðslur sem búið var að segja að mundu ekki koma. Óþolandi þegar svona illa gengur þegar maður er búin að undirbúa sig vel, en núna verður maður bara að bíða og sjá hvernig þetta fer. Það voru allir hálf svektir eftir þetta próf svo nokkrir úr skólanum ákváðu að hittast um kvöldið og ræða málin yfir smá bjór. Það endaði með því að við vorum bara 4 sem mættum og maður var svona hálf þreyttur og leiður. Ég ætlaði bara að vera stutt og koma mér snemma í rúmið enda mjög svo þreytt. Well það fór ekki alveg þannig svo ekki sé meira sagt, fór á eitt furðulegasta djammið mitt hérna í Köben svo ég segi ekki meira um það allavegana ekki hérna á blogginu. Við Kristín vorum síðasta að fara heim, og þá var klukkan orðin ansi margt.
Jólaskapið er alveg komið á fullt, ég hef sjáldan verið í eins miklu jólaskapi og þetta árið. Ótrúlega mikið skreytt hérna og allir í rólegheitarstemmingu. Dönsku jólalögin óma hvert sem maður fer og Julemand eru á hverju strái. En það er víst prófin sem verða að stjórna öllu svo helgin verður róleg enda búin að fá útrás fyrir djammþörfina þessa vikuna. Próf næsta fimmtudag svo það er eins gott að vera dugleg.
Saturday, December 8, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment