Saturday, January 12, 2008

Komin aftur til Köben

Þá eru jólafríið búið og ég komin heim til Köben eftir Íslandsdvölina. Ég hafði það svo gott í afslöppun hjá mömmu og pabba enda var dekrað við mig. Mér leið eins og ég væri aftur komin á unglingsaldurinn, komin í gamla herbergið mitt og stjanað við mig eins og prinsessu. Reyndar náði ég því miður ekki að hitta alla og gera allt sem ég ætlaði að gera vegna ógeðis flensu sem að ég fékk. Ég náði nú samt einu góðu djammi sem var alveg nauðsynlegt. Djammaði þangað til mér var bókstaflega hent út af staðnum og þá hófst leigubílaleitin mikla, dem hvað ég var búin að gleyma þessu leigubílaveseni í Reykjavík enda rúm 5 ár síðan ég hef þurft að standa í þessu rugli. Leigubíll fannst að lokum og svo litli unglingurinn ég komst heim og læddist um til að vekja ekki foreldrana. Annars voru jólin bara yndisleg og allt of fljót að líða eins og alltaf. Núna er veruleikinn að skella aftur á, skólinn byrjar á mánudaginn og lærdómurinn byrjar á fullu. Geinilegt að það verður meira lært þessa önnina enda nauðsynlegt ef maður ætlar að massa námið, þetta blessaða nám er ekkert grín!! En annars er nú stefnan líka að taka íbúðina mína í gegn, gera hana fullkomna og klára þessi smáatrið sem ég átti eftir að klára þegar ég flutti hingað inn. Það er sem sagt komið í ljós að ég verð áfram í þessari íbúð svo þá er tilvalið að klára það svona í byrjun annar :)

1 comment:

Anonymous said...

Leigubílavesenið gat bara drepið mann. Maður hefur örugglega eytt dágóðum hluta ævinnar í leigubílaröðinni í Lækjargötunni. Ég er nú laus við það núna. Gott að heyra að þú verður áfram í íbúðinni.
Kv. Þórhildur