Monday, February 4, 2008

Torsdagsbar


Skellti mér á Torsdagsbar í skólanum á fimmtudaginn, fór aldrei á hann á seinust önn þar sem ég var alltaf í skúlen snemma á föstudögum. En nú er stundataflan mín betri, engin skóli á föstudögum og því um að gera að skella sér á fimmtudagsbarinn. Skólabarinn í CBS heitir NEXUS og er hann opinn allan dagin svo að bjórþyrstir Danir geti nú svalað þorstanum. Svo á hverju fimmtudagskvöldi er haldið djamm á barnum og þar sem svo margir mæta að þá er hluti af skólanum líka opin og notaður undir tjúttið. Stuðið byrjar klukkan 4 og eins gott að mæta snemma til að fá borð því það verður troðið þarna. Ég var nú mætt klukkan 19 og þá var allt að fyllast enda happy hour í gangi og fékk maður 2 stóra bjóra fyrir 25DKK algjör snild!! Þegar líða fer á kvöldið er settar upp rosagræjur og diskóljós og á einu augabragði breytist skólinn minn í diskótek. Búið var að slökkva á gosbrunninum og tæma litla lækinn sem rennur í gegnum skólann ( aha það er svona tilbúin lækur sem rennur eftir miðjum skólanum) og úr varð þetta fína dansgólf og var fólkið ekki lengi að þeysast út á gólfið í sveittri sveiflu og svo er tjúttað frameftir nóttu.
Helgin var róleg enda djammið tekur út á fimmtudeginum. Á laugardaginn vaknaði ég snemma og skellti mér í brunch á Norðurbrú og svo var tekinn smá hringur í Jónshúsi og að sjálfsögðu var sjálfsalinn þar skoðaður og keyptur opal og appolo lakkrís :P Þegar maður var búin að fylla veskið af íslensku nammi var farið á frábæra hönnunarsýningu, rosalega flott og skemmtileg sýning með iðnhönnun fram til dagsins í dag. Nú eftir sýninguna var lítið annað að gera en að skella sér á Strikið og versla smá og varð pils og peysa núna fyrir barðinu á mér, ég verð að fara hætta þessu kaupæði svona áður en ég fer á hausinn!!
Annars er þemað mitt þessa dagana bara rólegheit og leti. Er svo löt að það hálfa væri nóg, bara nenni ekki að gera neitt og þar á meðal læra. Verð að fara taka mig á og massa þennan lærdóm enda er ég komin með ógeð á letinni í mér.. þetta hlýtur að koma fljótlega.

No comments: