Thursday, February 21, 2008

Back to Köben again


Þá er ég komin aftur til Köben eftir óvænta viku ferð til Íslands. Ég var frekar svekt að fá ekkert óveður eða snjókomu meðan ég var á Íslandi, hefði svo verið til í að kúra undir teppi og horfa út á óveðrið en það varð ekki að ósk minni. Ég var varla farin af landinu þegar snjókoman byrjaði aftur svo að mér er ekki ætlað að sjá snjó þennan veturinn.
Annars er bara klikkað að gera í skólanum, bara endalaust próf og verkefni og ég er algjörlega að drukkna núna svo dagarnir snúast um lærdóm. Reyndar er mamma og nokkrar LÍN gellur að koma til Köben um þar næstu helgi og þá er nú planað að hafa það gaman og taka sér frí frá lærdómnum, maður getur alltaf fundið tíma til að hafa það smá gaman.
Ojá einar góðar fréttir sem fengum mig allt að því að fella tár.... Nouvelle Vague verður með tónleika hér í Köben í apríl og ég er að sjálfsögðu búin að kaupa miða vei vei vei get ekki beðið að sjá þau live og flytja "In a manner of Speaking" vissum að ég eigi eftir að falla í trans.
Well farin aftur í þrældóminn

3 comments:

Þórhildur í Edinborg said...

Veistu, þau tóku það ekki þegar ég fór. I swear. Mér finnst það einmitt æðislegt lag.
Þórhildur

Curly said...

o mæ god ég verð miður mín ef þau taka það ekki :( Ertu vissum að þau hafi ekki tekið það meðan þú varst á barnum að kaupa bjór :p

Anonymous said...

Ég held ekki sko. Ég fór bara tvisvar á barinn, einu sinni á klóstið, tvisvar út að reykja og skaust aðeins heim til að skipta um skó.