Friday, March 7, 2008

Sjónvarp og djamm

Well rólegt föstudagskvöld hérna í Danaveldi. Föstudagskvöldin eru eiginlega orðin róleg sjónvarpskvöld því það er bara of fyndið sjónvarpsefni hérna á föstudögum :) Kvöldið byrjar á X-factor sem er bara of vont sjónvarpsefni ég bara trúi því ekki að það sé ekki til hæfileikaríkara söngfólk hérna í Danmörku, allavegna einn sem heldur lagi come on, röddin hjá öllum þessum keppendum fer um víðan völl og bara með ólíkindum lélegt. Jæja eftir vondan söng tekur við annar hryllingur af öðrum toga sem kallast "Varm på Is". Dönum datt í hug að búa til hæfileikaþátt þar sem fólk sýnir listir sínar í listdansi á skautum!! sko við erum að tala um fólk sem kann ekki á skauta er tekið og sett í paradans með öðrum sem er vanur skautari ohh boy. Aumingjast fólkið er eins og beljur á svelli og það er ekkert ýkt að segja það. Þetta aumingjans fólk er látið taka stökk og snúa sér í hringi og allur pakkinn sko, en málið er að stökkin eru svo hæg og fólki nær kannski að hoppa svona 2 cm uppí loftið, rétt bifast frá svellinu og það er bara of fyndið. Allir snúingar eru eins og þeir séu sýnir hægt. Maður sér betur núna hvað þetta pro fólk er sjúklega gott eftir að hafa horft á þennan horror. Allavegana þá er magna að opna hvítvín á föstudögum og horfa þetta skemmtiefni vantar eiginlega bara Þórhildi til að gera grín að þessu með mér.
Annars var seinasta helgi allt annað en róleg hjá mér og sko ekki sjónvarpskvöld seinasta föstudagskvöld. Nokkrar fyrrverandi og núverandi LÍN skvísur hittust hérna í Köben og það var massívt stuð frá hádegi á föstudegi fram á sunnudagskvöld. Á föstudagskvöldinu var farið á massa kokteldjamm á einu frábærum bar sem ég fíla, selur 2 fyrir 1 af koktelum eftir klukkan 22 á kvöldin gerist hreinlega ekki betra. Strikið var gengið fram og til baka og svo var farið út að borða á laugardagskvöldinu og að sjálfsögðu fylgdi smá tjútt í kjölfarið. Eiginlega búið að vera hálf einmannalegt síða stuðgellurnar fóru aftur til Ísland en nóg að gera í skólanum svo það þýðir víst lítið að falla í eitthvað volæði. Annað kvöld er svo Gala Dinner hjá línunni minni í skólanum. Allir eiga að mæta í sínu allra fínasta pússi og það verður kvöldmatur þar sem nemendur á línunni koma saman ásamt kennurnum og fulltrúum frá sponserum línunar minnar og það eru engin smá fyrirtæki, stór fjármálafyrirtæki hérna í Danmörku svo það er eins gott að fara varlega í drykkjuna svona fram eftir kvöld. Skvísan búin að kaupa sér kjól í tilefni kvöldsins og alles og svo er stelpukvöld að fara byrja þar sem litun og plokkun verður framkvæmd, óæskileg hár fjálægð ásamt öðru tilfallandi fyrir stóra kvöldið

Har godt weekend min skats

P.s sorgarfréttir sönghópurinn VocaLoco var að detta út í X-factor, það verður svo sannarlega eftirsjá af þessu frábæra hæfileikafólki næstu föstudagskvöld en hópinn skipa 5 manneskjur sem er hver öðru falskari og ekki eru danshæfileikarnir meiri :s

4 comments:

Anonymous said...

Mér heyrðist þetta vera boð í hvítvín og greinilega fáránlega skemmtilegt sjónvarp. Ég hefði mjög gaman að því að sjá skautasnillingana. Góða skemmtun í kvöld og gakktu hægt...ja allavega til að byrja með.
Kv. Þórhildur

Curly said...

Þú ert alltaf velkomin í heimsókn sæta, ískapurinn er fullur af hvítvíni svo eina sem vantar er að finna dagsetningar. Reyndar efast ég nú um að við munum sitja heima og horfa á tv þegar þegar kemur í heimsókn ef ég þekki okkur rétt :Þ

Curly said...
This comment has been removed by the author.
Þórhildur í Edinborg said...

Ertu alveg hætt að blogga?
Hvað varð svo um ungfrú Spóaleggi í skautadansinum?