Tuesday, September 11, 2007

En öl til




Þá er önnur vika liðin hérna í köben og nóg að gerast. Skólinn byrjaði í seinustu viku með látum og er nokkuð ljóst að þetta verður ekki létt. Nóg að gera og kennararnir þjóta áfram í námsefninu svo ég er strax komin eftir á, eftir bara fyrstu vikuna. En maður lætur það nú ekki stoppa sig í því að njóta lífsins frekar en fyrri daginn ;)
Á Fimmtudaginn fór ég með Kristínu, Hauki og litla Lexa til Árhúsa, svona aðeins að fara í roadtrip og skoða sig um hérna í Danmörku. Við fengum geggjað veður, sól og blíðu svo að sjálfsögðu var stoppað á kaffihúsi og fengið sér má bjór, sem reyndar endaði í 4 bjórum að mig minnir :p Stemmingin var orðin góð í hópnum og því kipptum við með okkur tvær kippur af bjór í lestina enda 3 tíma ferð framundan. Þori varla að segja það en kippurnar voru fljótar að klárast svo þá var farið á barinn í lestinni. Anyways þá var rúllað út úr lestinni í góðum fíling klukkan 1 um nóttina eftir vel heppnað roadtrip.
Djamminu var heldur betur ekki lokið þessa vikuna. Friðlín gyðja og Jesper komu til Köben og var ákveðið að hittast á laugardagskvöldinu og fara út að borða á Tapas stað. Maturinn var geggjaður og stemmingin góð. Eftir matinn var ákveðið að fara á stað sem ber fram bjór í mjög svo spes glösum alveg geggjað flottum. Glösin eru það dýr að þeir heimta annan skóinn í pant þegar þú pantar þér bjór svo að glösunum sé ekki stolið. Að sjálfsögðu var skellt sér á síkan bjór sem er bæ ðe vei 1 líter og skórinn látinn af hendi, í staðinn fékk maður einhverskonar bastskó, verulega töff!! Fljótlega bættust svo Kristín, Haukur, Ella og Elísabet í hópinn og gleðin var orðin gríðaleg þegar staðnum lokaði, enginn til í að hætta svo það var þrammað í partý og djammað fram eftir nóttu. Mjög vel heppnað kvöld og þvílíkt góður félagsskapur.
En núna verður aðeins slakað á í djamminu enda er það víst skólinn sem gengur fyrir, hann var víst tilgangurinn fyrir því að ég kom hingað,,, djö hvað það er samt gott að rasa aðeins út :)

Er að læra að búa til myndaalbúm á netinu svo að myndir koma vonandi fljótlega

Hilsen

1 comment:

Anonymous said...

Þetta hljómar ekkert smá vel. Fyrir utan kannski álagið í skólanum. En það þýðir bara að skólinn sé góður. Ég væri sko til í gott djamm. Það er örugglega framundan. Hlakka til að sjá myndirnar ;)
Þórhildur