Mikið er nú gaman að heyra að allstaðar eru popptextar jafn innihaldsríkir :p
Helgin var fín, fórum eftir skóla á föstudaginn í bæinn og rannsökuðum nokkrar hliðargötur af Strikinu, fullt af flottum og dýrum búðum þar. Kíktum svo inná töff kaffihús og fengum okkur hvitvínsglas. Kristín valdið sætið og var þvílíkt ánægð þegar hún hlammaði sér á borð við hliðina á þvílíkum hönk, sem sat þarna í nýpressuðu jakafötunum sínum á fullu að tölvast í Mac tölvunni sinni. Hún var alveg vissum að þarna væri mannsefnið mitt fundið en því miður varð draumurinn fljótt á enda þegar kærastan hans mætti á svæðið... gengur bara betur næst. Svo um kvöldið var skellt sér út að borða og svo á Fridags rock í Tívólínu, þetta var seinasta opnunarhelgin í Tívolínu svo það voru einhverjir vinsælir pop/rap gaurar sem héldu uppi fjörinu. Þegar I love you lagið ( textinn hérna í fyrirsögninni) byrjaði ætluð danirnir að tryllast þvílík gleði með lagið að það hálfa væri nóg. Maður skellti sér nátturlega stemmingua, náði að læra þennan auðlærða texta og söng með eins og maður hefði þekkt þetta lag alla sína tíð. Nú svo var nátturlega haldið áfram á skrall og margir kokteilar drukknir fram eftir nóttu. Restinn af helginn var frekar róleg bara reynt að læra ekki veitir af því, maður þarf að hafa sig alla við til að reyna að fylgja kennurnum og það er svo sannarlega ekki að ganga mjög vel :s
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Oh hvað ég kannast við það að ná ekki að fylgja námsefninu :S
Ég hef ekki einu sinni þorað að byrja í ræktinni því það tekur of mikinn tíma. Uss...
Kv. Tóta
Post a Comment