Sunday, December 9, 2007

Dansandi Danir


Eitt af svo mörgu sem er framandi hérna í Danmörku er hverstu dansglaðir Danirnir eru. Hvert sem maður fer eða svona nánast :p sér maður dansandi fólk. Oftar en einu sinni hef ég séð stelpur vera dansa þegar þær máta skó svona án gríns í geggjaðir sveiflu í skónnum um að gera að prufa hverngi skórnir virka á dansgólfinu. Eins hef ég séð Danina dansandi í metró, strætó og bara úti á götu. Þetta er eitthvað sem maður mundi ekki sjá heima þar sem allir þurfa að drekka að minnsta kosti 5 bjóra til að komast í dansgírinn. Ég er nú ekki alveg komin í þennan dansgír og einhvernvegin efast ég um að það gerist.
Annað sem ég er ekki að ná hérna í Danmörku er endalaus þolinmæði að bíða í röð!! Úfff hvað ég væri til í brot af þessari þolinmæði, ég veit ekki hvað ég hef oft gengið út úr matvöruverlsun, banka og take away stöðum hérna því ég meika ekki raðirnar. Hérna er enginn að flýta sér við afgreiðslustörf það bara þekkist ekki meira að segja á MacDonalds er afgreiðslan hæg!! Reyndar hef ég mjög gaman að þessu en stundum fær maður nóg. Til dæmist þegar ég fór í bankann til að borga einn reikning, það voru 20 á undan mér og bara tveir gjaldkerar að afgreiða og þeim datt sko ekki í hug að flýta sér þrátt fyrir röðina, bara gerðu þetta í rólegheitum og spjölluðu við viðskiptavinina. Þarf varla að taka það fram að íslendingurinn í mér tók völdin og ég gekk út annað en danirnir sem stóðu pollrólegir og biðu eftir afgreiðslu. Vonandi næ ég einhvertíman þessari sálarró og get beðið tímunum saman í biðröð án þess að blikna.

Saturday, December 8, 2007

Eftir próf kemur..... tryllt djamm..

Þá er ég hálfnuð í prófunum sem er gott mál. Reyndar gekk global prófið ekki vel, prófið var svínslegt og spurningarnar ruglingslegar, svo komu nokkrar stærðfræðiútleiðslur sem búið var að segja að mundu ekki koma. Óþolandi þegar svona illa gengur þegar maður er búin að undirbúa sig vel, en núna verður maður bara að bíða og sjá hvernig þetta fer. Það voru allir hálf svektir eftir þetta próf svo nokkrir úr skólanum ákváðu að hittast um kvöldið og ræða málin yfir smá bjór. Það endaði með því að við vorum bara 4 sem mættum og maður var svona hálf þreyttur og leiður. Ég ætlaði bara að vera stutt og koma mér snemma í rúmið enda mjög svo þreytt. Well það fór ekki alveg þannig svo ekki sé meira sagt, fór á eitt furðulegasta djammið mitt hérna í Köben svo ég segi ekki meira um það allavegana ekki hérna á blogginu. Við Kristín vorum síðasta að fara heim, og þá var klukkan orðin ansi margt.
Jólaskapið er alveg komið á fullt, ég hef sjáldan verið í eins miklu jólaskapi og þetta árið. Ótrúlega mikið skreytt hérna og allir í rólegheitarstemmingu. Dönsku jólalögin óma hvert sem maður fer og Julemand eru á hverju strái. En það er víst prófin sem verða að stjórna öllu svo helgin verður róleg enda búin að fá útrás fyrir djammþörfina þessa vikuna. Próf næsta fimmtudag svo það er eins gott að vera dugleg.

Monday, December 3, 2007

Afmæli, tonleikar, prof, jolin og allt hitt

Ok ég er verst í heimi að blogga o mæ god sko.
En ég er orðin árinu eldri svo kannski skána ég með aldrinum. Veit ekki alveg hvar ég á að byrja, líka búin að gleyma helmingnum af því sem að ég er búin að vera bralla seinasta mánuðinn *roðn*
Allavegna þá átti ég afmæli um daginn og að sjálfsögðu var aðeins haldið uppá daginn. Kristín var svo sæt að baka vöfflur í tilefni dagsins og svo fékk ég pakka vei :) ég vex aldrei upp úr því að fá pakka get ég sagt ykkur. Fékk svo dúlluega gjöf frá Alexander, skærbleikt jóladagatal, hann sá dagatalið í búðinni og þegar hann sá bleika litinn sagði hann við mömmu sína að þetta væri dagatal sem Magga verður að eignast. Litla rúsínan alveg komin með þetta á hreint bleikt=Magga, allavegna þá smjatta ég núna á súkkulaði á hverjum morgni, fékk stjörnu í morgun :D Nú þegar vöfflupartýið var búið var farið heim að gera sig sæta og svo var farið út að borða á uppáhalds Austurlenska staðinn minn í heiminum, maturinn geggjaður og þá var ekkert annað í stöðunni en að skella sér á nokkra koktelbari. Þegar líða fór á kvöldið var ákveðið að fara í heljarinnar Tecno partý í arkitektarskólanum hérna í Köben þar var ekkert smá stuð svo það var dansað fram á rauða nótt meða allskonar týpufólki. Sem sagt mjög svo vel heppnaður afmælisdagur.
Þennan mánuð er ég líka búin að fara á nokkra tónleika, Arcade fire sem voru geggjaðir held þetta séu einu bestu tónleikar sem ég hef farið á. Þvílíkt stuð og þau voru bara í alla stað geggjuð tónlistin, sviðsframkoman og allur pakkinn mæli með þeim ef einhver kemst á tónleika með þeim. Nú svo var farið á Jakóbínarína sem var bara fínt, stystu tónleikar sem ég hef farið á eða heill hálf tími. Og svo um seinust helgi fór ég á Saybia tónleika, eitthvað sem ég lofaði mér þegar ég flutti hingað til Köben að fara á tónleika með þeim og var sko ekki svikin. Þeir eru rosalega góðir á tónleikum meira rokkaðir en á plötunum og héldu alveg uppi stuðinu. Svo er verið að plana fleiri tónleika eftir áramót, allavegna Cure og Kylie sem eru ákveðin.
Annars lítið að frétta héðan frá Lille Hødjeborg, prófin byrjuð á fullu sem er aldrei skemmtilegt. Búin að fara í eitt massíft 4 daga prófi í econometrics úff gekk ekki alveg eins og ég hafði vonað enda var stressið hrikalegt en það þýðir ekkert að velta sér uppúr því heldur bara að snúa sér að næsta prófi. Jólaskapið kemur alltaf þegar líða fer að prófum og ég er alveg komin í jólagírinn. Fór í verslunarferð að kaupa jólaskraut í dag því ekki er hægt að hafa íbúðina óskreytta. Reyndar fann ég ekkert nógu flott skraut hérna í kringum mig svo ég endaði með að kaupa mér rándýran aðventukrans til að skreyta heimilið mitt með. Smá samviksubit að kaupa mér svona dýrt jólaskraut en þetta verður eina skrautið í ár, dýrt og flott hehehe
Well best að fara kúra, þarf víst að taka á móti einhverjum manni hérna í fyrramálið sem þarf að skoða íbúðina, ætla reyna að vera dulegri að skrifa hérna í prófunum.