Thursday, February 28, 2008
You know you've been in Denmark too long if...
Fann grúpu á facebook sem heitir "You know you've been in Denmark too long if..." þar eru svona ýmsir skemmtilegir puktar um Danmörku og hérna koma nokkrir sem ég kannast svooooo við hehe frekar skondið
You know you've been in Denmark too long if...
The first thing you do on entering a bank/post office/pharmacy etc. is to look for the queue number machine.
You accept that you will have to queue to take a queue number.
You know the meaning of life has something to do with the word "hyggelig"
You find yourself lighting candles when you have guests - even if it is brightly sunny outside and 20 degrees.
You find the idea walking across the street when the light is red unforgivable, even though there are no cars in sight and it's 3am in the morning!
(ég er svo dottin í þennan pakka, fer aldrei yfir götur fyrr en græni maðurinn er komin. Ef maður fer yfir götu á rauðuljósi þá fær maður þvílílkan svip að ég hætti að þora því hehe hér á maður að fara eftir reglunum það er alveg á hreinu)
You start setting up Dannebrog everywhere
(Danir elska fánann sinn og nota hvert tækifæri til að sýna hann, t.d í afmælum er allt morandi í Danska fánanum)
You have given up all hope of finding any logic in the pronunciation of the Danish language
(SO true)
You no longer notice the noxious gasses given off by the cheese in your fridge
(ok ég er reyndar ekki það langt komin að ég meiki þessa skötulykt af ostunum hérna, persónulega flyt ég inn í landið Skólaost með hverjum þeim sem kemur í heimsókn til mín frá Íslandi)
You buy a hot dog with a credit card
You find it normal that shops close earlier on weekends
You have an insurance on your bike
Thursday, February 21, 2008
Back to Köben again
Þá er ég komin aftur til Köben eftir óvænta viku ferð til Íslands. Ég var frekar svekt að fá ekkert óveður eða snjókomu meðan ég var á Íslandi, hefði svo verið til í að kúra undir teppi og horfa út á óveðrið en það varð ekki að ósk minni. Ég var varla farin af landinu þegar snjókoman byrjaði aftur svo að mér er ekki ætlað að sjá snjó þennan veturinn.
Annars er bara klikkað að gera í skólanum, bara endalaust próf og verkefni og ég er algjörlega að drukkna núna svo dagarnir snúast um lærdóm. Reyndar er mamma og nokkrar LÍN gellur að koma til Köben um þar næstu helgi og þá er nú planað að hafa það gaman og taka sér frí frá lærdómnum, maður getur alltaf fundið tíma til að hafa það smá gaman.
Ojá einar góðar fréttir sem fengum mig allt að því að fella tár.... Nouvelle Vague verður með tónleika hér í Köben í apríl og ég er að sjálfsögðu búin að kaupa miða vei vei vei get ekki beðið að sjá þau live og flytja "In a manner of Speaking" vissum að ég eigi eftir að falla í trans.
Well farin aftur í þrældóminn
Monday, February 4, 2008
Torsdagsbar
Skellti mér á Torsdagsbar í skólanum á fimmtudaginn, fór aldrei á hann á seinust önn þar sem ég var alltaf í skúlen snemma á föstudögum. En nú er stundataflan mín betri, engin skóli á föstudögum og því um að gera að skella sér á fimmtudagsbarinn. Skólabarinn í CBS heitir NEXUS og er hann opinn allan dagin svo að bjórþyrstir Danir geti nú svalað þorstanum. Svo á hverju fimmtudagskvöldi er haldið djamm á barnum og þar sem svo margir mæta að þá er hluti af skólanum líka opin og notaður undir tjúttið. Stuðið byrjar klukkan 4 og eins gott að mæta snemma til að fá borð því það verður troðið þarna. Ég var nú mætt klukkan 19 og þá var allt að fyllast enda happy hour í gangi og fékk maður 2 stóra bjóra fyrir 25DKK algjör snild!! Þegar líða fer á kvöldið er settar upp rosagræjur og diskóljós og á einu augabragði breytist skólinn minn í diskótek. Búið var að slökkva á gosbrunninum og tæma litla lækinn sem rennur í gegnum skólann ( aha það er svona tilbúin lækur sem rennur eftir miðjum skólanum) og úr varð þetta fína dansgólf og var fólkið ekki lengi að þeysast út á gólfið í sveittri sveiflu og svo er tjúttað frameftir nóttu.
Helgin var róleg enda djammið tekur út á fimmtudeginum. Á laugardaginn vaknaði ég snemma og skellti mér í brunch á Norðurbrú og svo var tekinn smá hringur í Jónshúsi og að sjálfsögðu var sjálfsalinn þar skoðaður og keyptur opal og appolo lakkrís :P Þegar maður var búin að fylla veskið af íslensku nammi var farið á frábæra hönnunarsýningu, rosalega flott og skemmtileg sýning með iðnhönnun fram til dagsins í dag. Nú eftir sýninguna var lítið annað að gera en að skella sér á Strikið og versla smá og varð pils og peysa núna fyrir barðinu á mér, ég verð að fara hætta þessu kaupæði svona áður en ég fer á hausinn!!
Annars er þemað mitt þessa dagana bara rólegheit og leti. Er svo löt að það hálfa væri nóg, bara nenni ekki að gera neitt og þar á meðal læra. Verð að fara taka mig á og massa þennan lærdóm enda er ég komin með ógeð á letinni í mér.. þetta hlýtur að koma fljótlega.
Subscribe to:
Posts (Atom)