Wednesday, September 26, 2007

Dumb&Dumber


Um helgina fjárfesti ég í þessu glæsilega hjól. Þetta er engin smá græja og alveg bráðnauðsynleg hérna í Köben. Ég ákvað að kaupa mér flott og gott hjól enda lætur maður nú ekki sjá sig á einhverri druslu :p Ég ákvað að nota peningana sem ég fékk fyrir að selja bílinn minn í hjólakaupin og það fyndna var að ég nánast skipti á sléttu, þetta var svona eins og atriðið í Dumb&Dumber þegar þeir skiptu á sléttu á sendiferðabílnum og mótorhjólinu alveg geggjað sáttir. En bílinn minn var nú orðin gamall greyjið svo það er engin skömm að því að skipta á sléttu þegar maður kaupir sér flottast hjólið sem maður sér og svona hjól eru svo sannarlega ekki ódýr. Allavegna var farið í hjólatúr á sunnudaginn og "#%"$ hver sem hélt því fram að maður gleymi því aldrei hvernig á að hjóla hefur RANGT fyrir sér!! Ég er í mesta basli að stjórna nýja fáknum, og hvað þá að halda jafnvægi *roðn* Reyndar eru svona 20 ár eða eitthvað síðan ég hjólaði seinast og það er töluvert öðruvísi að hjóla á svona háu gamaldags hjóli en það var bara of töff til að ég léti þetta stoppa mig. Þannig að næstu daga verða farnir æfingatúrar á nýja hjólinu, Danmörk er ekki alveg landið til að vera lélegur að hjóla og ég er nú ekki alveg að fíla það að vera völt á hjólinu mínu hérna þar sem allir hjóla daginn út og inn en ég hlýt að vera fljót að ná þessu hehe get ekki verið það mikill auli eða hvað..
En meira af Sódómu (Amager), í gær var framið morð hérna í hverfinu mínu ekkert svo langt frá mér. Alveg hræðilegt, það var strákur sem drap fyrverandi kærustuna sína. Hann gekk upp að henni um hábjartan dag úti á götu og skar hana á háls, hún dó fljótlega og nátturlega fullt fullt af vitnum sem þurftu að horfa uppá þetta. Veit ekki alveg hvað er að gerast hérna í Danmörku, ótrúlega mikið af alls konar óhugnalegum atburðum að gerast hérna, morð, skotárásir, hryðjuverkaárásir yfirvofandi o.s.frv.
Fyndna saga dagsins er frá hóruhúsinu mínu. Ég var að trítla heim eftir langan lærudag í dag svona rétt um kvöldmatarleytið. Mæti ég einum "viðsikiptavinum" að koma út. Ég nátturlega hálfpartinn snéri mér úr hálslið til að bera gaurinn augum, meina hver fer á hóruhús :s Allavegna út kom frekar venjulegur gaur sæll á svipinn og hann var með fartölvutösku með sér. Ég var nátturlega ekki lengi að búa til sögu í kringum þetta og sá það alveg fyrir mér að hann hefði droppa þarna við eftir vinnu til að hmm slaka á... og væri svo á leiðinni heim til konunar í kvöldmatinn hehe góð saga allavegna. Mér finnst bara svo ótrúlegt að karlmenn nýti sér svona þjónstu bara eiginlega á ekki orð....

Monday, September 24, 2007

I love you, I love you, I freaking fokking love you, Jeg elsker dig, elsker dig.....

Mikið er nú gaman að heyra að allstaðar eru popptextar jafn innihaldsríkir :p
Helgin var fín, fórum eftir skóla á föstudaginn í bæinn og rannsökuðum nokkrar hliðargötur af Strikinu, fullt af flottum og dýrum búðum þar. Kíktum svo inná töff kaffihús og fengum okkur hvitvínsglas. Kristín valdið sætið og var þvílíkt ánægð þegar hún hlammaði sér á borð við hliðina á þvílíkum hönk, sem sat þarna í nýpressuðu jakafötunum sínum á fullu að tölvast í Mac tölvunni sinni. Hún var alveg vissum að þarna væri mannsefnið mitt fundið en því miður varð draumurinn fljótt á enda þegar kærastan hans mætti á svæðið... gengur bara betur næst. Svo um kvöldið var skellt sér út að borða og svo á Fridags rock í Tívólínu, þetta var seinasta opnunarhelgin í Tívolínu svo það voru einhverjir vinsælir pop/rap gaurar sem héldu uppi fjörinu. Þegar I love you lagið ( textinn hérna í fyrirsögninni) byrjaði ætluð danirnir að tryllast þvílík gleði með lagið að það hálfa væri nóg. Maður skellti sér nátturlega stemmingua, náði að læra þennan auðlærða texta og söng með eins og maður hefði þekkt þetta lag alla sína tíð. Nú svo var nátturlega haldið áfram á skrall og margir kokteilar drukknir fram eftir nóttu. Restinn af helginn var frekar róleg bara reynt að læra ekki veitir af því, maður þarf að hafa sig alla við til að reyna að fylgja kennurnum og það er svo sannarlega ekki að ganga mjög vel :s

Thursday, September 20, 2007

Pimp and Ho


Vá hvað seinasta færsla var boring. Ég ætla bæta það upp núna með krassandi sögu og hvað er meira krassandi en alvöru hórur og pimp :)
Það fer ekki fram hjá manni að Kaupmannahöfn er stórborg með öllu góðu og slæmu sem því fylgir. Í fína sæta húsinu mínu vill svo "skemmtilega" til að það er hóruhús í kjallaranum.... jebbb ekkert spaug hér á ferð. Ég er nú alveg búin að vera í smá afneitun með þetta, en núna er ég búin að sjá bæði pimp, ho og viðskiptavini fara þarna inn. Sko pimpinn var eins og steríótýpa af pimpum, við erum að tala um sterabolta sem var með ca. fimm gullkeðjur um hálsinn, gullhringi á öllum fingrum og án gríns huge gull eyrnalokka í báðum eyrum. Allavegna þá er þetta ekkert sem angrar mig, þetta er í kjallarnum og það er sér inngangur sem þau hafa, það er búið að negla fyrir alla glugga og svona öryggismyndavél fyrir framan hurðina. Það sem mér finnst eiginlega merkilegast við þetta er að það er enginn að skipta sér af þessu. Í húsinu sem ég bý eru allt danir á öllum aldri t.d er eldri kona sem býr við hliðina á mér. Þetta er bara venjulegt hverfi, lítið af innflytjendum og mest megnis venjulegt danskt fjölskyldufólk sem er hérna í kringum mig. Samt sem áður hefur þetta viðgengist í einhvern tíma, reyndar er ekkert ónæði sem fylgir þessari tja starfsemi og kannski er ekkert hægt að gera ég bara þekki það ekki. Danir sem ég hef sagt frá þessu eru nú ekki að kippa sér upp við þetta og bjóðast flestir til að koma í heimsókn til "mín" ( allt karlmenn bæ ðe vei) hehe. Allavegna ef ég eyði of miklu í H&M þá veit ég hvert ég get farið og redda mér velborgaðir aukavinnu :p

Hilsen frá Sódómu

Wednesday, September 19, 2007

Jeg hedder Magga og jeg kommer fra Island....

Mest lítið að frétta héðan frá Köben, lífið bara gengur sinn vanagang. Helgin var róleg, fór í Sirkus á föstudaginn mjög gaman þangað til ég fékk heiftarlegt ofnæmi sem kostaði mig veikindi það sem eftir var helgarinnar :( alveg óþolandi þetta ofnæmi alltaf hreint.
Vikan er að mestu búin að fara í lærdóm og aftur lærdóm, ótrúlegt en satt þá er ég alveg að ná kennurunum í námsefninu. Eins gott að tapa þessu ekki niður aftur, úfff þvílík hraðferð sem er í gangi hjá þessum kennurum. En já svo byrjaði ég á dönskunámskeiði í gær, aulinn ég er alveg lost í þessu tungumáli sem er mjög skammarlegt eftir að hafa lært dönsku til fjölda ára :( Mér til mikillar gleði þá var ca. 50% af nemendunum á námskeiðinu íslendingar sem sýnir að það eiga fleiri við þetta vandamál að stríða. Allir geta lesið dönsku en eiga í mestu erfileikum að skilja talaðmál og að tala. Reyndar var þetta soldið skondið allt, kennarinn talaði bara dönsku í tímanum en mjög skýrt og þá jókst nú alveg sjálfstraustið þegar maður skildi heilan helling. Síðan vorum við öll látin kynna okkur á dönsku og men það var einn Frakki þarna og ég vildi óska þess að ég gæti lýst því hvernig frakki talar dönsku... haha þvílík blanda af framburði. Nú svo kom í ljós að við íslendingarnir voru á mun hærra stigi en hinir í hópnum og því var ákveðið að stofna sérstakan íslendingahóp á erfiðara stig og það byrjar í næstu viku. Ég persónulega hefði nú frekar kosið að vera í blönduðum hóp en því miður er engin á þessum námskeiðum komin svona "langt" í dönsku eins og nemendur frá Íslandi. Sjáum hvernig þetta gengur. Ég er mikið búin að vera hugsa hvort að ég eigi að koma heim í vetrarfríinu mínu, er eiginlega búin að taka ákvörðun að gera það ekki. Finnst ég svo nýkomin að það verður bara gaman að eiga smá frí hérna í Köben og gera eitthvað skemmtilegt, þar fyrir utan verður alveg þörf á því að læra í þessu fríi.

Well Kristín komin og við erum að fara reyna koma data inní SAS fyrir dæmatímann í Econometrics á morgun, Ekki spyrja :s

Saturday, September 15, 2007

Bootylicious



Núna er mánuður liðinn síðan ég flutti hingað til Köben. Allt svona að komast í rútínu, íbúðinn orðin nokkuð ready og maður farinn að þekkja sitt nánasta umhverfi, rata í skólanum, þekkja inná metróið og svona aðeins farin að venjast þessu öllu saman.
Hingað til hefur allt gengið mjög vel og ekki verið nokkur tími til að láta sér leiðast eða fá heimþrá sem betur fer.
Lífstíllinn hérna í Danmörku er nokkuð frábrugðin því sem gerist heima, allir eru svo ótrúlega healthy að það nær engri átt. Ég ætla ekki að reyna telja tröppurnar sem ég þarf að þramma upp og niður á hverjum einasta degi hérna. Það eru tröppur allstaðara, fyrir það fyrsta á ég heima á 5 hæð sem gera c.a 60 tröppur (Ok, ég var ekki svo geggjuð að telja þær.. fékk þessar upplýsingar frá öðrum) nú svo nátturlega tröppur í og úr metróinu og svo vill svo skemmtilega til að kennslustofurnar mínar eru flestar á 3 hæð í skólanum, og nátturlega engar lyftur ( held að það taki enginn lyftur í þessu landi). Svo ef ég er í tíma þá þarf ég að skokka upp á 3 hæð, svo í hléinu langar manni kannski í einn kaffibolla eða vatn þá þarf maður að skokka niður á fyrstu hæð skokka uppá 2 hæð annarstaðar í húsinu til að komast uppí kaffistofuna og svo niður aftur og aftur uppá 3 hæð. Eina sem ég hugsa í öllu þessu tröppuhlaupi er Stinnur rass, Stinnur rass, Stinnur rass...... Nú til að innsigla ennfrekar að ég verði Bootylicious þegar ég kem heim um jólin þá ætla ég að fara fjárfesta mér í hjóli. Annað sem mér finnst merkilegt hérna í Danmörku og það er gulrótaátið á Dönunum, hef aldrei á ævinni séð fólk vera jafn sólgið í gullrætur hvar og hvenar sem er. Við erum að tala um það að þeir skræla gullrætur heima til að taka með í nesti og svo er verið að naga þetta í fyrirlestrum, í metró og meira að segja á hjólunum alveg magnað, mætti halda að þeir væru allir á danska kúrnum :p
Annað sem er nokkur furðulegt hérna er þjónustan sem maður fær, ég vissi nú reyndar alveg að það tæki allt lengri tíma en ég get svo svarið það Danir í þjónustustörfum eru ekki mjög ligeglad. Svona án gríns þá tók það mig 3 vikur að fá aðgang að netbanka. Þegar ég bað um Swift og IBAN af danska reikningnum mínum var ekki hægt að gefa mér það upp því að spjöldin sem eru notuð til að skrifa númerin á fundust ekki! Þjónustufulltrúinn var ekki að halda kúlinu yfir því að þurfa að finna út úr þessu á annan hátt þrátt fyrir að ég sagði henni að ég gæti ekki byrjað að nota reikninginn minni fyrr en ég hefði númerin. Ég var send heim og átti að koma aftur viku seinna og athuga hvort ég gæti fengið þessar upplýsingar þá !!!! Ef ég hefði veit þessa þjónustu heima þá efast ég um að ég hefði fengið launin mín fyrir þann mánuð... Nú svo er þjónustan í skólanum mínum alveg einstök, það er bara hreytt í mann af hverju í veröldinn maður sé að spyrja um þetta og sendur fram og til baka til að fá svör við einföldustu spurningum. En ég hef reyndar bara ótrúlega lúmskt gaman af fáranleikanum í þessu, enda er ég jú hér til að kynnast öðrum siðum og hvernig þetta gengur fyrir sig í öðru landi. Maður allavegan sér það betur núna hvað þjónusta heima er ótrúlega góði í flestum tilfellum.

Tuesday, September 11, 2007

En öl til




Þá er önnur vika liðin hérna í köben og nóg að gerast. Skólinn byrjaði í seinustu viku með látum og er nokkuð ljóst að þetta verður ekki létt. Nóg að gera og kennararnir þjóta áfram í námsefninu svo ég er strax komin eftir á, eftir bara fyrstu vikuna. En maður lætur það nú ekki stoppa sig í því að njóta lífsins frekar en fyrri daginn ;)
Á Fimmtudaginn fór ég með Kristínu, Hauki og litla Lexa til Árhúsa, svona aðeins að fara í roadtrip og skoða sig um hérna í Danmörku. Við fengum geggjað veður, sól og blíðu svo að sjálfsögðu var stoppað á kaffihúsi og fengið sér má bjór, sem reyndar endaði í 4 bjórum að mig minnir :p Stemmingin var orðin góð í hópnum og því kipptum við með okkur tvær kippur af bjór í lestina enda 3 tíma ferð framundan. Þori varla að segja það en kippurnar voru fljótar að klárast svo þá var farið á barinn í lestinni. Anyways þá var rúllað út úr lestinni í góðum fíling klukkan 1 um nóttina eftir vel heppnað roadtrip.
Djamminu var heldur betur ekki lokið þessa vikuna. Friðlín gyðja og Jesper komu til Köben og var ákveðið að hittast á laugardagskvöldinu og fara út að borða á Tapas stað. Maturinn var geggjaður og stemmingin góð. Eftir matinn var ákveðið að fara á stað sem ber fram bjór í mjög svo spes glösum alveg geggjað flottum. Glösin eru það dýr að þeir heimta annan skóinn í pant þegar þú pantar þér bjór svo að glösunum sé ekki stolið. Að sjálfsögðu var skellt sér á síkan bjór sem er bæ ðe vei 1 líter og skórinn látinn af hendi, í staðinn fékk maður einhverskonar bastskó, verulega töff!! Fljótlega bættust svo Kristín, Haukur, Ella og Elísabet í hópinn og gleðin var orðin gríðaleg þegar staðnum lokaði, enginn til í að hætta svo það var þrammað í partý og djammað fram eftir nóttu. Mjög vel heppnað kvöld og þvílíkt góður félagsskapur.
En núna verður aðeins slakað á í djamminu enda er það víst skólinn sem gengur fyrir, hann var víst tilgangurinn fyrir því að ég kom hingað,,, djö hvað það er samt gott að rasa aðeins út :)

Er að læra að búa til myndaalbúm á netinu svo að myndir koma vonandi fljótlega

Hilsen

Tuesday, September 4, 2007

Köben


Sæta húsið mitt, íbúðin mín er á efstu hæðinni.

Þá er ég loksins komin í samband við umheiminn og orðin nettengd. Núna er ég búin að vera í Köben í 3 vikur og mikið búið að gerast.
Fyrsta vikan fór að mestu í að redda ýmsum hlutum eins og að skrá sig í landið, fá danska kennitölu, redda bankareikning o.s.frv. Síðan fékk ég sætu sætu íbúðina mína afhenta og hún er fullkomin fyrir utan oggu ponsu lítið baðherbergi, það minnsta sem sögur fara af held ég, tja nema hér í danaveldi þykir þetta fín stærð á baðherbergi. Danirnir vilja af einhverjum ástæðum hafa baðherbergin þannig að maður geti verið á klósettinu og sturtað sig samtímis og það er svo sannarlega hægt á mínu baðherbergi. Næst á dagskrá voru flutningar og að sjálfsögðu stór IKEA ferð þar sem verslað var það sem uppá vantaði til að gera íbúðina Möggulega :) Mamma og Óðinn mættu til Köben til að hjálpa til enda ekkert grín að bera heila búslóð upp á 5. hæð og men hvað ég var fegin þegar það púl var búið. Liggur við að ég kaupi íbúðina á yfirverði til að sleppa við að flytja aftur. Síðan tók við frívika með foreldrunum hérna í Köben, margt skoðað og borðað úti 3 rétta máltíð á hverju kvöldi svona smá glamúr áður en að fátæki námsmanna lífsstíllinn tekur við.

Kynningavikan í skólanum var verulega öflug, mætt á upprifjunarnámskeið kl 9 á morgnana, ýmsar kynningar eftir hádegi og svo út að borða og djamm um kvöldið var prógrammið í heila viku. Ég lét ekki mitt eftir liggja í bjórþambinu frekar en ég er þekkt fyrir enda var oft afar erfitt að vakna á morgnana til að mæta í tölfræði af öllum fögum :p

En nú er alvaran tekin við og skólinn byrjaði á fullu í dag svo það er eins gott að standa sig, minnka bjórþambið og fara gera eitthvað af viti. Líst mjög vel á skólann og námskeiðin sem að ég er að fara í svo að þetta verður bara gaman vona ég.

Venlig Hilsen